Stóru vötnin
Útlit
Stóru vötnin í Afríku eru nokkur stór stöðuvötn í og við Sigdalinn mikla og landsvæðið umhverfis. Meðal þeirra er þriðja stærsta stöðuvatn heims Viktoríuvatn. Vötnin eru:
Sumir kalla einungis Viktoríuvatn, Albertsvatn og Edwardsvatn Stóru vötnin, þar sem þau eru þau einu sem tæmast út í Hvítu Níl. Tanganjikavatn og Kivuvatn eru hluti af vatnakerfi Kongófljóts.
Landsvæðið við stóru vötnin
[breyta | breyta frumkóða]Á svæðinu við stóru vötnin eru löndin Rúanda, Búrúndí og Úganda, auk hluta Lýðveldisins Kongó, Tansaníu og Kenýa. Svæðið er eitt af þeim þéttbýlustu í heimi, en áætlað er að 107 milljónir manna búi þar. Vegna eldvirkni er svæðið við stóru vötnin með bestu ræktarlöndum í Afríku og vegna hæðarinnar er loftslagið temprað, þótt svæðið sé við miðbaug.