Fara í innihald

Tókýó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tokyo)
Tókýó
東京都
Svipmyndir
Svipmyndir
Fáni Tókýó
Opinbert innsigli Tókýó
Opinbert tákn Tókýó
Staðsetning í Japan
Staðsetning í Japan
Hnit: 35°41′23″N 139°41′32″A / 35.68972°N 139.69222°A / 35.68972; 139.69222
Land Japan
UmdæmiKantō
EyjaHonshū
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriYuriko Koike
Flatarmál
 • Borg2.194 km2
 • Stórborgarsvæði
13.452 km2
Hæsti punktur2.017 m
Lægsti punktur
0 m
Mannfjöldi
 (2023)
 • Borg14.094.034
 • Þéttleiki6.363/km2
 • Þéttbýli
39.105.000
 • Stórborgarsvæði
40.800.000
 • Þéttleiki
stórborgarsvæðis
3.000/km2
TímabeltiUTC+9
ISO 3166-2
JP-13
Vefsíðatokyotokyo.jp

Tókýó (japanska 東京, Tōkyō, framburður) er höfuðborg Japan og einnig stærsta borg landsins. Höfuðborgarsvæði Tókýó er einnig það stærsta í heimi en um 37,5 milljón manns (2021) eiga heima þar og þar af eiga 14 milljónir manna (2021) heima í sjálfri borginni þó fólksfjöldinn sé töluvert meiri þar sem mikill fjöldi fólks stundar vinnu og viðskipti innan hennar.

Í borginni eru óvenju fáir skýjakljúfar miðað við aðrar stórborgir en það útskýrist að mestu leyti af byggingareglum vegna jarðskjálfta. Hús eru yfirleitt ekki hærri en 12 hæðir en Tókýó Midtown er stærsti skýjakljúfur borgarinnar, 248 m hátt. Hæsta mannvirki borgarinnar er aftur Himnatréð (Tokyo Skytree), 634 metra hátt, og slær þar með út Tókýó-turninn, en hann er „einungis“ 333 metra hár.

Edó-kastali í Tókýó, aðsetur japönsku keisarafjölskyldunnar

Tókýó var byggð upphaflega árið 1457 og hét þá Edó (江戸). Eftir því er Edó-tímabilið nefnt. Tokugawa-einveldið hófst síðan árið 1603 og ríkisstjórnin fluttist þangað þannig að Tókýó varð þar með óopinber höfuðborg á meðan aðsetur keisarans og formleg höfuðborg Japans var enn í Kýótó.

Nafnaskipti

[breyta | breyta frumkóða]

Í september árið 1868 lauk svo einveldinu og Meiji (明治) keisari skipaði svo fyrir að Edó skyldi vera kölluð Tókýó sem þýðir höfuðborg í austri og flutti varanlegt aðsetur sitt þangað en þó var höfuðborgin aldrei flutt þangað lagalega en það hefur valdið deilum um það hvort Kýótó eða Tókýó sé höfuðborgin.

Fyrir stríð og á stríðstímum

[breyta | breyta frumkóða]

Borgin varð fyrir miklum skemmdum árið 1923 þegar 70.000 manns létu lífið í miklum jarðskjálfta, Stóra Kantó jarðskjálftanum (関東大震災 Kantou daishinsai), sem reið yfir og einnig í seinni heimstyrjöldinni þegar gerðar voru miklar árásir á borgina og nágrenni hennar með þeim afleiðingum að fólksfjöldinn helmingaðist.

Eftir stríð

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir stríðið tóku Bandamenn við stjórn borgarinnar og nokkrum bandarískum herstöðvum var komið fyrir í kring um borgina, þ.m.t. Yokota-flugstöðin.

Á 6. áratug 20. aldar varð mikil efnahagsuppsveifla í Japan sem líkja mátti við sprengingu. Japan varð leiðandi í ýmsum iðngreinum s.s. málmiðnaði, skipasmíði, bifreiðaiðnaði og rafeindaiðnaði og Tókýó var búin að jafna sig eftir stríðsárin árið 1964 þegar sumarólympíuleikarnir voru haldnir þar.

Á 8. áratugnum urðu miklir flutningar út sveitum í Japan til borganna og Tókýó var eitt af stærstu dæmunum um það. Borgin stækkaði hratt á 9. áratugnum og varð ein viðamesta borg í heimi en efnahagsbólan sem hafði byggst upp sprakk á 10. áratugnum með slæmum afleiðingum þó borgin héldi enn velli sem efnahagsleg höfuðborg Austur-Asíu en Hong Kong og Singapúr sækja að henni að því leyti.

20. mars 1995 framdi trúarlegi hryðjuverkahópurinn Aum Shinrikyo hryðjuverkaárás með saríngasi í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar en það olli dauða 12 manns og særði þúsundir manna alvarlega.

Landfræði

[breyta | breyta frumkóða]
Gervihnattamynd af Tókýó

Tókýó er byggð á meginlandinu í Tókýó-flóa og á nokkrum eyjum úti í honum. Landamerki borgarinnar ná Chiba-héraði í austi, Yamanashi-héraði í vetsti, Kanagawa-héraði í suðri og Saitama-héraði í norðri.

Hverfaskipting

[breyta | breyta frumkóða]
Shinjuku-hverfið í Tókýó

Borgarhverfi

[breyta | breyta frumkóða]

Tókýó er skipt niður í 23 borgarhverfi sem hvert hefur sína eigin stjórn. Núverandi skipting varð til eftir Seinni heimstyrjöldina eftir sameiningu. Borgarhverfin hafa viðskeytið -ku.

Borgarhverfi Tókýó eru eftirfarandi:

Borginni er einnig skipt niður í minni hverfi. Dæmi um hverfi eru verslunarhverfin Akihabara, Ginza og Harajuku.

Eyjarnar sem tilheyra Tókýó liggja frá Tókýó-flóa og um 1.000 km á haf út. Þær hafa sjálfstæða stjórn að meiru leyti en borgarhverfin en heyra samt sem áður undir borgarstjórnina.

Vestur-Tókýó

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir utan borgarhverfin eru fleiri sjálfstæðar borgir á höfuðborgarsvæðinu sem gegna oftast nær hlutverki svefnbæja þó nokkrar þeirra hafi sjálfstæðan efnahag að nokkru leyti. Þær eru flestar vestan við borgarhverfin og sá hluti er því kallaður Vestur-Tókýó. Hér fyrir neðan er listi yfir nokkrar þeirra.

Yasukuni-hofið

Tókýó er þekkt fyrir ýmsa trúarlega staði sem tengjast japönskum trúarbrögðum t.d. Shinto-hof (Dæmi: Meiji-hofið 明治神社 Meiji Jinja og Yasukuni-hofið 靖国神社 Yasukuni Jinja) og Búddahof.

Borgin er einnig þekkt fyrir að vera undir meiri áhrifum frá öðrum trúarbrögðum en tíðkast yfirleitt í Japan, s.s. Kristni og Íslam en í borginni er Moska (Tókýó-moskan) og nokkrar kirkjur (t.d. Dómkirkja Heilags Nikulásar og Dómkirkja Heilagrar Maríu).

Í Tókýó eru flestir virtustu háskólar í Japan. Þeir eru yfirleitt kallaðir „stóru háskólarnir sex“ en þeir eru Háskólinn í Tókýó, Keio-háskóli, Meiji-háskóli, Rikkyo-háskóli eða Háskóli Heilags Páls og Waseda-háskóli.

Íþróttir

[breyta | breyta frumkóða]

Í Tókýó eru mörg atvinnulið í knattspyrnu s.s. FC Tokyo (FC東京) og Tokyo Verdy 1969 (東京ヴェルディ1969) en þau spila bæði í Japönsku J-deildinni. Auk þess eru í borginni tvö atvinnulið í hafnabolta; Yakuruto Suwarozu (ヤクルトスワローズ) og Yomiuri-Jaiantsu (読売ジャイアンツ).

Japanska súmóglímusambandið (日本相撲協会) er með höfuðstöðvar sínar í borginni en á Ryogoku Kokugikan leikvanginum eru haldin opinber mót í súmóglímu í janúar, maí og september.

Borgin stendur einnig vel að vígi í öðrum íþróttum, s.s. blaki, júdó, karate, tennis og sundi en framhaldsskólar borgarinnar halda utan um skipulagða íþróttastarfsemi ungmenna í gegn um klúbbastarf. Í borginni eru reglulega haldin stór mót í ýmsum íþróttagreinum.

Fjármál og efnahagur

[breyta | breyta frumkóða]

Flest fyrirtæki í Japan eiga höfuðstöðvar í Tókýó og mörg stór alþjóðleg fyrirtæki reka þar útibú s.s. bankar, fjármálastofnanir og iðn-, fjölmiðla- og símafyrirtæki. Vegna góðærisins á öldinni sem leið er Tókýó ein helsta efnahagsmiðstöð Asíu.

Nokkur fyrirtæki sem reka höfuðstöðvar í Tókýó

[breyta | breyta frumkóða]

Almenningssamgöngur

[breyta | breyta frumkóða]

Almenningssamgangnakerfi Tókýó er eitt víðfeðmasta í heimi og neðanjarðarlestakerfi Tókýó vel þekkt fyrir kraðakið þegar er mikið að gera og á sumum stöðvum þurfa menn með hvíta hanska að ýta fólki í lestirnar en það hefur skapað mikið vandamál með karlmenn sem káfa á kvenfólki en það varð til þess að það eru hafðir sérstakir vagnar fyrir konur á kvöldin og á háannatímum. Neðanjarðarlestakerfið er rekið af nokkrum fyrirtækjum ásamt borginni sjálfri. Borgin rekur einnig strætisvagnakerfi út frá neðanjarðarlestarkerfinu.

Flugsamgöngur

[breyta | breyta frumkóða]

Borginni tengjast nokkrir alþjóðaflugvellir; Narita-flugvöllur, Haneda-flugvöllur og Chofu-flugvöllur. Haneda-flugvöllur stendur á landfillingu úti í Tókýó-flóa.

Merkisstaðir

[breyta | breyta frumkóða]

Meðal merkisstaða í Tókýó eru Keisarahöllin, Disney-garðurinn, Tókýó-turn og Meiji-hofið.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Mountains of Tokyo Metropolis“ (japanska). Geospatial Information Authority of Japan. Sótt 28. apríl 2020.