Fyrsta skiptið að sjá þessa í IMAX (1.90:1). Margar senur græddu mikið á aukahæðinni. Aðrar eiginlega ekkert. Smærri samtalssenur hefðu frekar mátt vera í 2.39:1 að mínu mati. Þá hefðu IMAX senurnar virkað enn stærri og flottari í samanburði.
En myndin er að sjálfsögðu stórkostleg, sama í hvaða hlutföllum hún er séð. Langar enn að sjá hana í IMAX 1570 en það var bara ekki alveg í kortunum að skella sér til London daginn eftir að ég flutti til Berlínar.