Ótrúleg saga, virkilega fíla að Rússland er sýnt aðeins og það er ekki einhvern veginn "vondi kallinn" eins og í svo mörgum bíómyndum þar sem Rússland kemur við sögu. Fáum að sjá hvernig aðalpersónan og forritarinn kynnast og fara saman út á lífið í Rússlandi. Mjög töff líka að sjá hvernig "pólitíska" stríðið á milli þessara mismunandi fyrirtækja gengur fyrir sig. Kann að meta að tetris lagið er alls ekki ofnotað í myndinni (hélt það yrði eina lagið). Flott klippt og unnin. Þetta er frábær bíómynd.