Þokkaleg framan af en í lokin, er síðustu púslin eru lögð í borð, sést hve stórlega er brugðið frá bókinni og það í algjörum undirstöðuatriðum sögunnar. Ekki sögunni til bóta, t.d. er þáttur prestsins svo lítill og aumur að maður saknar hans verulega. Svo er leikarinn helst til drengslegur, sem passar ekki alveg við svo mikið sigldan mann sem Greifinn var.