18. september
Útlit
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
18. september er 261. dagur ársins (262. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 104 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 96 - Nerva varð Rómarkeisari.
- 1180 - Filippus 2. varð konungur Frakklands.
- 1345 - Andrés hertogi af Kalabríu var myrtur í Napólí.
- 1499 - Vasco da Gama sneri aftur til Lissabon úr fyrstu siglingunni til Indlands.
- 1544 - Karl 5. keisari og Frans 1. Frakkakonungur sömdu um frið, en stríð milli Frakka og Englendinga hélt áfram.
- 1598 - Toyotomi Hideyori tók við völdum í Japan.
- 1699 - Haldið var brúðkaup í Skálholti er Jón Vídalín biskup gekk að eiga Sigríði Jónsdóttur frá Leirá. Í brúðkaupinu voru 23 prestar.
- 1787 - Friðrik Vilhjálmur 2. Prússakonungur náði borginni Dordrecht á sitt vald og batt enda á lýðveldið.
- 1805 - Sala vísnakerlinga á skildingavísum var bönnuð í Danmörku.
- 1810 - Sjálfstæðisdagur Chile.
- 1814 - Vínarfundurinn hófst í Austurríki.
- 1851 - Dagblaðið The New York Times var stofnað.
- 1872 - Óskar 2. varð konungur Svíþjóðar.
- 1885 - Landsbanki Íslands var stofnaður.
- 1911 - Lestrarfélag kvenna var stofnað í Reykjavík.
- 1918 - Hollenskar konur öðluðust kosningarétt.
- 1931 - Mukden-atvikið í Mansjúríu gaf Japönum átyllu til þess að ráðast á Kína.
- 1935 - Sovétríkin gerast aðilar að Þjóðabandalaginu.
- 1944 - Síðari heimsstyrjöld: Bandamenn réðust inn í borgina Eindhoven.
- 1946 - Lögþing Færeyja lýsti yfir sjálfstæði eyjanna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 1968 - Knattspyrnukappleik Vals gegn portúgalska liðinu Benfica lauk með markalausu jafntefli. Áhorfendur voru 18.243 og var það vallarmet.
- 1973 - Vestur-Þýskaland, Austur-Þýskaland og Bahamaeyjar urðu aðilar að Sameinuðu þjóðunum.
- 1975 - Sportbátafélagið Snarfari var stofnað í Reykjavík.
- 1975 - Patricia Hearst var handtekin í San Francisco.
- 1977 - Bandaríska skútan Courageous undir stjórn Ted Turner sigraði ástralska áskorandann í Ameríkubikarnum.
- 1981 - Franska þingið afnam dauðarefsingu.
- 1983 - Bandaríska hljómsveitin KISS kom í fyrsta sinn fram án andlitsfarða á MTV.
- 1984 - Kröflueldum lauk, en þeir höfðu staðið frá 1975.
- 1984 - Joe Kittinger komst fyrstur yfir Atlantshafið í loftbelg.
- 1990 - Liechtenstein gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum.
- 1992 - Danska bókamessan BogForum var sett í fyrsta sinn í Kaupmannahöfn.
- 1996 - Norðurkóreskur kafbátur af Sang-O-gerð strandaði við Suður-Kóreu. Áhöfnin var skotin til bana af suðurkóreska hernum.
- 1997 - Bílsprengja á vegum Al-Kaída sprakk í Mostar í Bosníu og Hersegóvínu.
- 1999 - Íslenska sjónvarpsstöðin PoppTV hóf göngu sína.
- 2001 - Miltisbrandsárásirnar 2001: Bréf með miltisbrandsgróum voru send til sjónvarpsfréttastofanna ABC News, CBS News, NBC News og dagblaðanna New York Post og National Enquirer.
- 2005 - Stríðsherrar Norðurbandalagsins fögnuðu sigri í þingkosningum í Afganistan.
- 2012 - Sænski sjónvarpsþátturinn Uppdrag granskning sagði frá greiðslum frá Telia Sonera til skúffufyrirtækis á Gíbraltar sem tengdist Gulnöru Karimovu, dóttur forseta Úsbekistan.
- 2014 - Skotar felldu í þjóðaratkvæðagreiðslu aðskilnað frá Bretlandi.
- 2015 - Upp komst um aðferðir bílaframleiðandans Volkswagen til að blekkja mengunarpróf díselbíla.
- 2016 - Sprengjuárásirnar í New York og New Jersey 2016: Nokkrar sprengjur fundust á lestarstöðinni í Elizabeth (New Jersey).
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 53 - Trajanus, rómverskur keisari (d. 117).
- 1505 - María af Austurríki, drottning Ungverjalands og Bæheims og ríkisstjóri Niðurlanda (d. 1558).
- 1709 - Samuel Johnson, enskur rithöfundur og orðabókarhöfundur (d. 1784).
- 1752 - Adrien-Marie Legendre, franskur stærðfræðingur (d. 1833).
- 1786 - Kristján 8. Danakonungur (d. 1848).
- 1905 - Greta Garbo, sænsk leikkona (d. 1990).
- 1908 - Viktor Ambartsúmjan, sovéskur vísindamaður (d. 1996).
- 1939 - Jorge Sampaio, fyrrum forseti Portúgals (d. 2021).
- 1944 - Tsuyoshi Kunieda, japanskur knattspyrnumaður.
- 1953 - Toyohito Mochizuki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1954 - Einar Már Guðmundsson, íslenskur rithöfundur.
- 1956 - Tim McInnerny, enskur leikari.
- 1962 - James Gandolfini, bandarískur leikari (d. 2013).
- 1964 - Masami Ihara, japanskur knattspyrnumaður.
- 1968 - Skúli Mogensen, íslenskur athafnamaður.
- 1971 - Lance Armstrong, bandarískur atvinnugötuhjólari.
- 1974 - Sol Campbell, enskur knattspyrnumaður.
- 1975 - Jason Sudeikis, bandarískur leikari.
- 1976 - Sophina Brown, bandarísk leikkona.
- 1976 - Ronaldo, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1977 - Barrett Foa, bandarískur leikari.
- 1977 - Steinunn Þóra Árnadóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1979 - Junichi Inamoto, japanskur knattspyrnumaður.
- 1983 - Yuzo Kurihara, japanskur knattspyrnumaður.
- 1989 - Annie Mist Þórisdóttir, íslensk íþróttakona og heimsmeistari í Crossfit.
- 1998 - Christian Pulisic, bandarískur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 96 - Dómitíanus, Rómarkeisari (f. 51).
- 1137 - Eiríkur eimuni, Danakonungur.
- 1180 - Loðvík 7. Frakkakonungur (f. 1120).
- 1361 - Lúðvík 5., hertogi af Bæjaralandi (f. 1315).
- 1663 - Heilagur Jósef frá Copertino (f. 1603).
- 1783 - Leonhard Euler, stærðfræðingur (f. 1707).
- 1872 - Karl 15. Svíakonungur (f. 1826).
- 1898 - Brynjulf Bergslien, norskur myndhöggvari (f. 1830).
- 1911 - Pjotr Stolypin, forsætisráðherra Rússlands (f. 1862)
- 1924 - Francis Herbert Bradley, breskur heimspekingur (f. 1846).
- 1961 - Dag Hammarskjöld, fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóðanna og handahafi friðarverðlauna Nóbels (f. 1905).
- 1970 - Jimi Hendrix, bandarískur gítarleikari (f. 1942).
- 1970 - Pedro Cea, úrúgvæskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. 1900).
- 2002 - Stefán Hörður Grímsson, íslenskt skáld (f. 1919).
- 2009 - Irving Kristol, bandarískur blaðamaður (f. 1920).
- 2020 - Ruth Bader Ginsburg, bandarískur dómari (f. 1933).