12. ágúst
Útlit
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2024 Allir dagar |
12. ágúst er 224. dagur ársins (225. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 141 dagur er eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1417 - Hinrik 5. hóf að nota ensku í bréfaskiptum en hún hafði ekki verið opinbert tungumál í Englandi allt frá innrás Normanna 350 árum fyrr.
- 1450 - Cherbourg, síðasta vígi Englendinga í Normandí, gafst upp fyrir Frökkum.
- 1530 - Flórens féll fyrir spænskum her og Medici-ættin komst aftur til valda.
- 1537 - Kristján 3. og Dóróthea drottning voru krýnd í Kaupmannahöfn.
- 1681 - Âhom-konungurinn Gadadhar Singha varð Supaatphaa konungur.
- 1687 - Tyrkjaveldi beið ósigur fyrir her Heilaga rómverska ríkisins í orrustunni við Mohács.
- 1755 - Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson boruðu í Laugardal við Reykjavík er þeir rannsökuðu jarðhita. Var þetta í fyrsta sinn sem jarðbor var notaður á Íslandi.
- 1759 - Orrustan við Kunersdorf: Prússar biðu ósigur fyrir sameinuðum her Austurríkismanna og Rússa.
- 1849 - Sumir héldu að Krukksspá myndi rætast og að Dómkirkjan í Reykjavík sykki þegar biskup og níu prestar stóðu þar samtímis skrýddir fyrir altari. Ljóst er að spáin rættist ekki.
- 1877 - Asaph Hall uppgötvaði Deimos, annað tungl reikistjörnunnar mars. Þann 18. ágúst uppgötvaði hann svo Fóbos, hitt tungl Mars.
- 1877 - Henry Morton Stanley kom að ósum Kongófljóts við Boma eftir að hafa ferðast frá upptökum fljótsins við Stóru vötnin í Austur-Afríku.
- 1908 - Ford Motor Company setti Ford T á markað.
- 1942 - Bardaginn um Stalíngrad hófst.
- 1942 - Kvikmyndin Iceland var frumsýnd í Bandaríkjunum.
- 1957 - Stöðumælar voru teknir í notkun í Reykjavík. Gjald í þá var ein króna fyrir 15 mínútur og 2 krónur fyrir hálftíma.
- 1970 - Moskvusáttmálinn var gerður milli Vestur-Þýskalands og Sovétríkjanna.
- 1971 - Sýrland hætti stjórnmálasamskiptum við Jórdaníu út af landamæradeilum.
- 1972 - Síðustu bandarísku landhermennirnir fóru frá Víetnam.
- 1975 - Alvarlegt tilvik matareitrunar kom upp í Reykjavík þegar 1300 þátttakendur á kristilegu stúdentamóti í Laugardalshöll veiktust og varð að flytja yfir 40 þeirra á sjúkrahús.
- 1977 - Geimskutlan Enterprise flaug í fyrsta sinn hjálparlaust.
- 1979 - Krossinn - kristið samfélag var stofnað á Íslandi.
- 1981 - IBM Personal Computer kom á markað.
- 1982- Mexíkó lýsti yfir vangetu til að greiða erlendar skuldir sem leiddi til efnahagskreppu í Rómönsku Ameríku.
- 1982 - Borgarastyrjöldin í Líbanon: Ísraelsher hóf stórskotaliðsárás á Beirút með þeim afleiðingum að fjöldi almennra borgara féll. Árásin var fordæmd víða um heim.
- 1985 - Japan Airlines flug 123 fórst í Japan með þeim afleiðingum að 520 létust.
- 1990 - Átök hófust í Suður-Afríku milli Xhosa og Súlúmanna.
- 1990 - Sue Hendrickson uppgötvaði best varðveittu steingerðu beinagrind grameðlu við Faith í Suður-Dakóta.
- 1992 - Kanada, Bandaríkin og Mexíkó tilkynntu að samkomulag hefði náðst um Fríverslunarsamning Norður-Ameríku.
- 1993 - Fyrsti íslenski togarinn hélt til veiða í Smugunni í Barentshafi.
- 1994 - Tónlistarhátíðin Woodstock '94 var haldin á 25 ára afmæli Woodstock-hátíðarinnar.
- 2000 - Rússneski kafbáturinn Kúrsk sökk í Barentshafi. Allir 118 um borð fórust.
- 2002 - Tugir létust þegar óveður gekk yfir Mið- og Austur-Evrópu.
- 2003 - Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo var seldur til Manchester United fyrir 12,24 milljón pund.
- 2004 - Sænska kvikmyndahúsakeðjan Svensk Filmindustri keypti keðjuna Sandrews.
- 2005 - Geimfarinu Mars Reconnaissance Orbiter var skotið á loft.
- 2012 - Morðin í Marikana: 34 námaverkamenn í platínunámu í Suður-Afríku létust þegar lögregla skaut á þá.
- 2015 - Sprengingarnar í Tianjin: Sprengingar urðu í efnageymslu í Tianjin í Austur-Kína. 173 létu lífið.
- 2017 - Þrír létust og 19 særðust í mótmælum hægrisinnaðra öfgahópa í Charlottesville í Bandaríkjunum gegn því að stytta af Robert E. Lee yrði fjarlægð.
- 2018 - Eftir 20 ára deilur um lagalega stöðu Kaspíahafs gerðu Rússland, Kasakstan, Aserbaísjan, Íran og Túrkmenistan samning um skiptingu hafsins.
- 2018 - NASA sendi ómannaða geimfarið Parker Solar Probe til rannsókna á Sólinni.
- 2019 - Alþjóðaflugvellinum í Hong Kong var lokað vegna mótmælaöldu í borginni.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1503 - Kristján 3. konungur Danmerkur (d. 1559).
- 1604 - Tokugawa Iemitsu, japanskur herstjóri (d. 1651).
- 1643 - Alfons 6., konungur Portúgals (d. 1683).
- 1762 - Georg 4., Bretlandskonungur (d. 1830).
- 1831 - Helena Petrovna Blavatsky, rússneskur rithöfundur og guðspekingur (d. 1891).
- 1866 - Jacinto Benavente, spænskt leikskáld (d. 1954).
- 1868 - Edith Hamilton, þýsk-bandarískur fornfræðingur (d. 1963).
- 1887 - Erwin Schrödinger, austurrísk-írskur eðlisfræðingur (d. 1961).
- 1914 - Gísli Halldórsson, íslenskur arkitekt (d. 2012).
- 1925 - Thor Vilhjálmsson, íslenskur rithöfundur (d. 2011).
- 1930 - George Soros, ungversk-bandarískur verðbréfasali og spákaupmaður.
- 1936 - Reynir Oddsson, íslenskur kvikmyndagerðarmaður og ljósmyndari.
- 1942 - Þorsteinn Gylfason, íslenskur heimspekingur (d. 2005).
- 1942 - Martin Seligman, bandarískur sálfræðingur.
- 1942 - Koji Funamoto, japanskur knattspyrnumaður.
- 1945 - Jean Nouvel, franskur arkitekt.
- 1947 - Atli Gíslason, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1950 - Jim Beaver, bandarískur leikari.
- 1952 - Karl V. Matthíasson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1954 - François Hollande, franskur forseti.
- 1954 - Sam J. Jones, bandariskur leikari og uppistandari.
- 1961 - Mark Moseley, bandarískur leikari.
- 1962 - Shigetatsu Matsunaga, japanskur knattspyrnumaður.
- 1963 - Sveinn Andri Sveinsson íslenskur lögfræðingur og fv. formaður Knattspyrnufélagsins Fram.
- 1964 - Txiki Begiristain, spænskur knattspyrnumaður.
- 1968 - Halldóra Geirharðsdóttir, íslensk leikkona.
- 1979 - Ásdís Rán Gunnarsdóttir, íslensk fyrirsæta, þyrluflugmaður og forsetaframbjóðandi.
- 1986 - Yojiro Takahagi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1987 - Sigurbergur Sveinsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 1990 - Mario Balotelli, italskur knattspyrnuleikari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 30 f.Kr. - Kleópatra 7., drottning Egyptalands (f. 69 f.Kr.).
- 1484 - Sixtus 4. páfi (f. 1414).
- 1612 - Giovanni Gabrieli, ítalskt tónskáld (f. um 1554/1557).
- 1633 - Jacopo Peri, ítalskt tónskáld (f. 1561).
- 1674 - Philippe de Champaigne, franskur listmálari (f. 1602).
- 1689 - Innósentíus 11. páfi (f. 1611).
- 1827 - William Blake, enskt skáld (f. 1757).
- 1900 - Wilhelm Steinitz, skákmeistari frá Bæheimi og fyrsti heimsmeistarinn í skák (f. 1836)
- 1901 - Francesco Crispi, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1819).
- 1955 - Thomas Mann, þýskur rithöfundur (f. 1875).
- 1964 - Ian Fleming, breskur rithöfundur (f. 1908).
- 1985 - Kyu Sakamoto, japanskur söngvari og leikari (f. 1941).
- 1986 - Einar Magnússon, rektor Menntaskólans í Reykjavík (f. 1900).
- 1996 - Viktor Ambartsúmjan, sovésk-armenskur vísindamaður (f. 1908).
- 2013 - Jóhann Hollandsprins (f. 1968).
- 2014 - Lauren Bacall, bandarisk leikkona (f. 1924).
- 2015 - Jaakko Hintikka, finnskur heimspekingur (f. 1929).