2022
Útlit
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 2022 (MMXXII í rómverskum tölum) var í gregoríska tímatalinu almennt ár sem byrjar á laugardegi.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - RCEP-samningurinn, stærsti fríverslunarsamningur heims, tók gildi í Ástralíu, Brúnei, Japan, Kambódíu, Kína, Laos, Nýja-Sjálandi, Singapúr, Taílandi og Víetnam.
- 2. janúar
- Abdalla Hamdok sagði af sér sem forsætisráðherra Súdans.
- Yfir 40 mótmælendur í Kasakstan létu lífið í kjölfar mótmæla gegn hækkandi eldsneytisverði og ríkisstjórn landsins.
- 4. janúar - Öll fimm fastaríkin í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gáfu út sameiginlega yfirlýsingu um að enginn yrði sigurvegari í kjarnorkustríði og slíkt stríð skyldi aldrei háð.
- 5. janúar - Neyðarástandi var lýst yfir í Kasakstan vegna mótmælanna. Ríkisstjórn Askar Mamin sagði af sér og fyrrum forsetinn Nursultan Nazarbayev var færður úr embætti formanns Öryggisráðs Kasakstans.
- 6. janúar - Sameiginlega öryggissáttmálastofnunin sendi friðargæslulið til Kasakstans að beiðni forsetans, Qasym-Zjomart Toqajev.
- 7. janúar - Kórónaveirufaraldurinn 2019-: Fjöldi smita náði yfir 300 milljónum á heimsvísu.
- 10. janúar - Læknum við Maryland-háskóla tókst í fyrsta sinn að græða erfðabreytt svínshjarta í mann. Sjúklingurinn lifði í tvo mánuði eftir það.
- 14. janúar - Margrét Þórhildur Danadrottning fagnaði 50 ára krýningarafmæli sínu.
- 15. janúar – Kraftmikið eldgos varð í neðansjávareldstöðinni Hunga Tonga–Hunga Haʻapai í Tonga-eyjaklasanum. Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út allt til Bandaríkjanna.
- 16. janúar - Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic var rekinn frá Ástralíu vegna þess að hann var óbólusettur við COVID-19-veirunni og gat því ekki tekið þátt í Opna ástralska meistaramótinu.
- 23. janúar
- Roch Marc Christian Kaboré, forseta Búrkína Fasó, var steypt af stóli í valdaráni hersins.
- Yfir 100 létust á Madagaskar, Malaví og Mósambík þegar hitabeltisstormurinn Ana gekk þar yfir.
- 28. janúar - Kórónaveirufaraldurinn 2019-: Fjöldi bóluefnaskammta náði 10 milljörðum á heimsvísu.
- 30. janúar - Sósíalistaflokkurinn í Portúgal undir forystu António Costa vann óvænt meirihluta þingsæta í þingkosningum.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. febrúar - Öllum takmörkunum vegna COVID-19-faraldursins í Danmörku var aflétt.
- 3. febrúar – Flugslysið á Þingvallavatni 2022: Lítil Cessna-flugvél með fjórum innanborðs fórst á Þingvallavatni.
- 4. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir 2022 voru settir í Beijing í Kína.
- 5. febrúar - Fellibylurinn Batsirai olli dauða 123 manna á Madagaskar.
- 15. febrúar – Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada virkjaði neyðarlög til að binda enda á mótmæli vörubílstjóra og fleiri gegn bólusetningaskyldu og sóttvarnareglum.
- 18. febrúar - Hin árlega öryggisráðstefna í München var haldin, en Rússland sniðgekk hana.
- 20. febrúar – Vetrarólympíuleikunum í Beijing lauk.
- 22. febrúar – Stríð Rússlands og Úkraínu: Vladímír Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði Alþýðulýðveldanna Donetsk og Lúhansk í austurhluta Úkraínu og sendi rússneska hermenn yfir úkraínsku landamærin til að sinna „friðargæslu“.
- 24. febrúar – Rússar hófu innrás í Úkraínu.
- 25. febrúar - Öllum takmörkunum vegna COVID-19-faraldursins á Íslandi var aflétt innanlands þrátt fyrir mikinn fjölda daglegra smita.
- 26. febrúar - Evrópusambandið, Bandaríkin og bandamenn þeirra sammæltust um að útiloka Rússland frá SWIFT-millifærslukerfinu sem hratt af stað fjármálakreppu í Rússlandi.
- 27. febrúar - Evrópuríki bönnuðu alla umferð flugvéla frá Rússlandi í lofthelgi sinni.
- 28. febrúar - Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar ályktaði að yfirstandandi loftslagsbreytingar væru á mörkum þess að verða óafturkræfar.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 1. mars - Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ályktun þar sem þess var krafist að Rússar drægju herlið sitt tafarlaust frá Úkraínu.
- 2. mars - Rússar hertóku úkraínsku borgina Kherson við strönd Svartahafs.
- 3. mars
- Þjóðarleiðtogar víða um heim fordæmdu árás rússneskra hersveita á kjarnorkuverið í Zaporízjzja.
- Vahagn Khatsjatúrjan var kjörinn forseti Armeníu.
- 4. mars
- Vetrarólympíuleikar fatlaðra 2022 voru settir í Kína.
- 63 létust þegar sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp í sjíamosku í Peshawar í Pakistan.
- Rússnesk stjórnvöld lokuðu fyrir aðgang landsmanna að Facebook og samfélagsmiðlinum X.
- 5. mars - Flakið af könnunarskipinu Endurance sem sökk árið 1915 fannst við Suðurskautslandið.
- 7. mars - Fjöldi andláta vegna COVID-19-faraldursins náði 6 milljónum á heimsvísu.
- 8. mars - Bandaríkin og Bretland tilkynntu viðskiptabann á rússneska olíu og Evrópusambandið samþykkti að draga úr notkun gass frá Rússlandi um tvo þriðju.
- 9. mars – Yoon Suk-yeol var kjörinn forseti Suður-Kóreu.
- 10. mars - Katalin Novák var kjörin forseti Ungverjalands.
- 12. mars
- Serdar Berdimuhamedow, sonur fyrrum forseta, var kjörinn forseti Túrkmenistans.
- 81 aftaka var framkvæmd í Sádi-Arabíu á einum degi.
- 16. mars
- Loftárás Rússa á leikhús í Mariupol í Úkraínu olli dauða 600 almennra borgara sem höfðu leitað þar skjóls.
- Rússland var rekið úr Evrópuráðinu vegna innrásarinnar í Úkraínu.
- 21. mars - China Eastern Airlines flug 5735 hrapaði í Guangxi með þeim afleiðingum að 133 fórust.
- 22. mars - Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Aleksej Navalníj var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir svik og vanvirðingu við dómstóla.
- 24. mars
- NATO tilkynnti að fjögur ný orrustufylki með 40.000 hermönnum yrðu staðsett í Búlgaríu, Ungverjalandi, Rúmeníu og Slóvakíu.
- Stríðið í Tigray: Ríkisstjórn Eþíópíu tilkynnti ótímabundið vopnahlé.
- 27. mars
- Sókn M23-hreyfingarinnar hófst í Norður-Kivu í Kongó.
- Will Smith löðrungaði kynninn á Óskarsverðlaunaafhendingunni í Los Angeles, Chris Rock, vegna móðgandi ummæla hans um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 1. apríl - Forseti Srí Lanka, Gotabaya Rajapaksa, lýsti yfir neyðarástandi eftir víðtæk mótmæli vegna bágs efnahagsástands.
- 2. apríl - Tveggja mánaða vopnahlé hófst í borgastyrjöldinni í Jemen.
- 3. apríl
- Þingkosningar voru haldnar í Ungverjalandi. Viktor Orbán vann fjórða kjörtímabil sitt sem forsætisráðherra þar sem flokkur hans, Fidesz, vann tvo þriðju hluta þingsæta.
- Innrás Rússa í Úkraínu 2022: Þegar rússneskt herlið hörfaði frá Kyiv komu í ljós merki um stríðsglæpi gegn almennum borgurum, eins og blóðbaðið í Bútsja.
- 4. apríl - Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar gaf út þriðja hluta sjöttu matsskýrslu sinnar um loftslagsbreytingar þar sem kom fram að aukning útblásturs gróðurhúsalofttegunda yrði að stöðvast árið 2025 ef takast ætti að halda hnattrænni hlýnun undir 1,5°.
- 7. apríl
- Tilnefning Ketanji Brown Jackson til Hæstaréttar Bandaríkjanna var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings.
- Sameinuðu þjóðirnar samþykktu með 93 atkvæðum gegn 24 að reka Rússland úr Mannréttindaráðinu. 58 ríki sátu hjá.
- Margir þjóðarleiðtogar fordæmdu sprengjuárás Rússa á lestarstöðina í Kramatorsk þar sem 59 almennir borgarar létu lífið.
- Forseti Jemen, Abdrabbuh Mansur Hadi, afsalaði sér völdum í hendur forsætisráðs undir stjórn Rashad al-Alimi.
- 9. apríl - Þing Pakistans samþykkti vantraust á forsætisráðherra landsins, Imran Khan.
- 11. apríl - Þing Pakistans kaus Shehbaz Sharif sem forsætisráðherra.
- 15. apríl - Danski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan úr flokknum Stram Kurs hóf ferð um bæi í Svíþjóð þar sem hann brenndi Kóraninn, sem olli víða uppþotum.
- 18. apríl - Orrustan um Donbas hófst í Úkraínu.
- 19. apríl - Elsta kona heims, Kane Tanaka, lést 119 ára að aldri.
- 20. apríl - José Ramos-Horta var kjörinn forseti Austur-Tímor.
- 24. apríl
- Emmanuel Macron var endurkjörinn forseti Frakklands.
- Frelsishreyfingin varð stærsti flokkur Slóveníu með 41 af 90 þingsætum.
- 25. apríl - Stjórn samfélagsmiðlinum X samþykkti 44 milljarða dala tilboð Elon Musk í fyrirtækið.
- 28. apríl
- Forsætisráðherra Bresku Jómfrúaeyja, Andrew Fahie, var handtekinn í Bandaríkjunum fyrir eiturlyfjasmygl og peningaþvætti.
- Dritan Abazović var kjörinn forsætisráðherra Svartfjallalands eftir að þingið samþykkti vantraust á Zdravko Krivokapić.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 6. maí - Apabólufaraldurinn 2022 hófst þegar tilkynnt var um tilfelli apabólu í London.
- 9. maí
- Bongbong Marcos, sonur einræðisherrans Ferdinands Marcos, var kjörinn forseti Filippseyja.
- Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, sagði af sér eftir mótmælaöldu.
- 11. maí – Palestínska blaðakonan Shireen Abu Akleh var skotin til bana þar sem hún flutti fréttir af aðgerðum Ísraelshers í Jenin á Vesturbakkanum.
- 12. maí - Fyrstu myndir af risasvartholi í miðju Vetrarbrautarinnar, Sagittarius A*, bárust frá Event Horizon-sjónaukanum.
- 13. maí - Mohamed bin Zayed Al Nahyan var kjörinn forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
- 14. maí
- Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2022 var haldin í Tórínó á Ítalíu. Úkraíska sveitin Kalush Orchestra vann með laginu „Stefania“.
- Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022 voru haldnar.
- 15. maí - Hassan Sheikh Mohamud var kjörinn forseti Sómalíu í annað sinn.
- 16. maí - Magdalena Andersson tilkynnti að Svíþjóð hygðist sækja um aðild að NATO.
- 18. maí - Finnland og Svíþjóð sóttu um aðild að NATO.
- 19. maí - Stykkishólmur sameinaðist Helgafellssveit.
- 20. maí - Rússneski herinn lagði Mariupol undir sig eftir langt umsátur.
- 24. maí - Skotárásin á Robb-grunnskólann: 19 börn og 2 fullorðnir létust þegar 18 ára maður hóf skothríð í grunnskóla í Uvalde í Texas.
- 27. maí - Fídjí tilkynnti um aðild sína að IPEF-samstarfinu gegn auknum áhrifum Kína á Kyrrahafi.
- 28. maí
- Spænska knattspyrnuliðið Real Madrid sigraði Meistaradeild Evrópu 2022 með 1-0 sigri á Liverpool FC.
- Léttlestin í Óðinsvéum hóf starfsemi.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júní
- Rússneska gasfyrirtækið Gazprom hætti sölu gass til Danmerkur eftir að danska fyrirtækið Ørsted neitaði að greiða fyrir gasið með rúblum.
- Danir kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu að gerast þátttakendur í varnarsamstarfi Evrópusambandsins.
- 2. júní – 5. júní: Bretar héldu upp á 70 ára krýningarafmæli Elísabetar 2. drottningar.
- 4. júní - Bajram Begaj var kjörinn forseti Albaníu af albanska þinginu.
- 5. júní - Yfir 50 manns létust í árás á kirkju í Owo í Nígeríu.
- 11. júní
- Jeanine Áñez, fyrrum forseti Bólivíu, var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að meintu valdaráni árið 2019.
- Nasjonalmuseet í Noregi var opnað í nýrri byggingu í Osló.
- 14. júní - Danmörk og Kanada sömdu um frið í viskístríðinu með því að að skipta Hanseyju á milli sín.
- 17. júní
- Golden State Warriors unnu sinn 4. NBA-titil á sjö árum. Stephen Curry var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í úrslitum.
- Úkraína og Moldóva fengu formlega stöðu umsóknarríkja að Evrópusambandinu.
- 19. júní – Gustavo Petro var kjörinn forseti Kólumbíu.
- 22. júní – Að minnsta kosti þúsund manns létu lífið í jarðskjálfta í Afganistan.
- 23. júní - Dickon Mitchell varð forsætisráðherra Grenada, eftir að flokkur hans vann meirihluta þingsæta í þingkosningum.
- 24. júní – Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu úr máli Roe gegn Wade frá 1973 og dæmdi að bandarískar konur ættu ekki stjórnarskrárbundinn rétt til þungunarrofs í máli Dobbs gegn Jackson Women's Health Organization.
- 27. júní - 53 ólöglegir innflytjendur fundust látnir í flutningavagni í San Antonio í Texas.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júlí - Yair Lapid tók við embætti forsætisráðherra Ísraels af Naftali Bennett.
- 3. júlí – Byssumaður skaut þrjá til bana í verslunarmiðstöðinni Field's á Amager í Kaupmannahöfn. Fimm særðust alvarlega.
- 4. júlí - Sjö létust og 47 særðust í skotárás sem var gerð á skrúðgöngu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna.
- 7. júlí
- Boris Johnson tilkynnti afsögn sína sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi.
- Heimsleikarnir 2022 voru settir í Birmingham í Alabama í Bandaríkjunum.
- 8. júlí – Shinzō Abe, fyrrum forsætisráðherra Japans, var skotinn til bana á útifundi í borginni Nara.
- 11. júlí - Fyrsta ljósmyndin frá James Webb-geimsjónaukanum birtist almenningi.
- 18. júlí - Droupadi Murmu var kjörin forseti Indlands, fyrst kvenna af frumbyggjaættum.
- 19. júlí - Hitabylgjurnar í Evrópu 2022 hófust og urðu yfir 50.000 að bana áður en yfir lauk í ágúst.
- 21. júlí
- Þing Srí Lanka kaus Ranil Wickremesinghe sem forseta landsins.
- Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í yfir 11 ár, úr mínus 0,5 í núll.
- Sergio Mattarella leysti upp ítalska þingið og boðaði kosningar innan 70 daga vegna stjórnarkreppu.
- 24. júlí - Danski hjólreiðamaðurinn Jonas Vingegaard sigraði Tour de France 2022.
- 25. júlí - Armand Duplantis setti heimsmet í hástökki, þegar hann stökk yfir 6,21 metra á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Eugene í Bandaríkjunum.
- 27. júlí - Ellefu létust þegar jarðskjálfti að stærð 7,0 gekk yfir Luzon á Filippseyjum.
- 28. júlí - Samveldisleikarnir 2022 hófust í Birmingham á Englandi.
- 31. júlí
- England sigraði Evrópumótið í knattspyrnu kvenna 2022 með 2-1 sigri á Þýskalandi.
- Egypski hryðjuverkamaðurinn Ayman al-Zawahiri var drepinn í loftárás á Kabúl að undirlagi Bandarísku leyniþjónustunnar.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 3. ágúst - Eldgos hófst við Meradali á Reykjanesskaga.
- 4. ágúst - Alþýðulýðveldið Kína hóf miklar heræfingar í kringum Taívan sem svar við umdeildri heimsókn Nancy Pelosi, forseta Bandaríkjaþings, þangað tveimur dögum fyrr.
- 5. ágúst - Ísraelsher hóf loftárásir á Gasaströndina þar sem Tayseer Jabari, leiðtogi íslamistasamtaka, lét lífið.
- 8. ágúst - Bandaríska alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Donald Trump í Mar-a-Lago í Flórída og fann þar mikið af trúnaðarskjölum.
- 9. ágúst - William Ruto var kosinn forseti Kenía.
- 12. ágúst - Rithöfundurinn Salman Rushdie var stunginn mörgum sinnum af ungum Bandaríkjamanni af líbönskum ættum í Chautauqua í New York. Hann lifði árásina af.
- 17. ágúst - Tyrkland og Ísrael tóku aftur upp stjórnmálasamband.
- 19. ágúst - Þing Svartfjallalands samþykkti vantraust á ríkisstjórn Dritan Abazović eftir umdeilt samkomulag sem hann gerði við Serbnesku rétttrúnaðarkirkjuna.
- 24. ágúst - Árásin á lestarstöðina í Tsjapline: Rússar gerðu loftárásir á lestarstöð í Úkraínu með þeim afleiðingum að 25 almennir borgarar létust.
- 27. ágúst - Asíubikarinn í krikket 2022 hófst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
- 28. ágúst - Flóðin í Pakistan 2022: Pakistan lýsti yfir loftslagshörmungum þegar tala látinna vegna flóða fór yfir 1000.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 1. september - Sameinuðu þjóðirnar gáfu út skýrslu þess efnis að meðferð Kínverja á Úígúrum í fangabúðum í Xinjiang gætu talist glæpir gegn mannkyni.
- 5. september - Yfir 100 fórust þegar jarðskjálfti að stærðinni 6,8 reið yfir Sesúan-hérað í Kína.
- 6. september – Liz Truss tók við embætti forsætisráðherra Bretlands.
- 8. september – Elísabet 2. Bretadrottning lést eftir rúm sjötíu ár á valdastóli og Karl prins tók við bresku krúnunni undir nafninu Karl 3. Bretakonungur.
- 11. september - Magdalena Andersson sagði af sér embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir að hafa misst meirihluta þingsæta í þingkosningum.
- 12. september - Átök hófust milli Aserbaísjan og Armeníu á landamærum ríkjanna.
- 14. september - Átök hófust milli Tadsíka og Kirgisa á landamærum ríkjanna.
- 15. september - Úkraínskir hermenn í Ízjúm uppgötvuðu fjöldagrafir með 440 líkum, sem mörg báru merki um pyntingar.
- 16. september – Mótmæli hófust í Íran eftir að kona að nafni Jina Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar, sem hafði handtekið hana fyrir að hylja hár sitt ekki nægilega vel með hijab-slæðu.
- 19. september - Útför Elísabetar drottningar fór fram í Windsor-höll.
- 21. september – Úkraínuher hóf mikla gagnsókn í austurhluta landsins. Vladímír Pútín tilkynnti herkvaðningu meðal Rússa vegna stríðsins í Úkraínu.
- 24. september - Russ Kun var kjörinn forseti Naúrú.
- 25. september - Hægriöfgaflokkurinn Bræður Ítalíu varð stærsti flokkurinn á ítalska þinginu með fjórðung þingsæta.
- 26. september
- DART-geimfarið flaug á loftstein til að prófa hvort hægt sé að beina aðvífandi loftsteinum annað.
- Óþekktur aðili sprengdi tvær sprengjur sem eyðilögðu Nord Stream-gasleiðsluna í Eystrasalti.
- 27. september - Fellibylurinn Ian gekk á land á Kúbu og Bandaríkjunum og olli dauða 157 manna.
- 28. september - Margrét Þórhildur Danadrottning tilkynnti að börn Jóakims prins væru ekki lengur titluð prinsar og prinsessur.
- 30. september
- Vladímír Pútín tilkynnti innlimun Rússa á hernumdu úkraínsku héruðunum Kherson, Zaporízjzja, Donetsk og Lúhansk.
- Herforinginn Ibrahim Traoré rændi völdum í Búrkína Fasó.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 1. október - Yfir 130 létust í troðningi á knattspyrnuleik á Kanjuruhan-leikvanginum í Indónesíu.
- 6. október - Fyrsti fundur Evrópska stjórnmálabandalagsins fór fram í Prag.
- 8. október - Sprenging varð á Krímbrúnni þannig að hún hrundi að hluta.
- 14. október - Fjármálaráðherra Bretlands, Kwasi Kwarteng, sagði af sér.
- 16. október - Xi Jinping var kjörinn aðalritari kínverska kommúnistaflokksins í þriðja sinn.
- 18. október - Ulf Kristersson varð forsætisráðherra Svíþjóðar.
- 20. október – Liz Truss sagði af sér sem forsætisráðherra Bretlands eftir aðeins 45 daga í embætti.
- 21. október - Giorgia Meloni varð forsætisráðherra Ítalíu, fyrst kvenna.
- 24. október – Rishi Sunak tók við embætti forsætisráðherra Bretlands.
- 28. október - Elon Musk lauk við kaup sín á samfélagsmiðlinum X fyrir 44 milljarða dala.
- 29. október
- Yfir 150 létust í troðningi á hrekkjavökuskemmtun í Itaewon í Seúl.
- Yfir 120 létust þegar tvær bílsprengjur á vegum al-Shabaab sprungu í Mógadisjú í Sómalíu.
- 30. október
- Seinni umferð forsetakosninga fór fram í Brasilíu. Luiz Inácio Lula da Silva vann nauman sigur á sitjandi forsetanum Jair Bolsonaro.
- 135 létust þegar hengibrú yfir ána Machchhu hrundi í Gujarat á Indlandi.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. nóvember - Bandalag hægriflokka undir forystu Benjamin Netanyahu vann meirihluta í þingkosningum í Ísrael.
- 2. nóvember – Ríkisstjórn Eþíópíu samdi um vopnahlé við uppreisnarmenn í stríðinu í Tígraí.
- 6. nóvember - Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2022 hófst í Sharm El Sheikh í Egyptalandi.
- 8. nóvember
- Miðannarkosningar voru haldnar í Bandaríkjunum. Demókrataflokkurinn hélt naumum meirihluta á öldungadeild Bandaríkjaþings en Repúblikanaflokkurinn vann nauman meirihluta á fulltrúadeildinni.
- Miðflokkurinn í Færeyjum dró stuðning sinn við ríkisstjórnina til baka eftir að ráðherra flokksins, Jenis av Rana, hafði verið vikið úr ráðherraembætti.
- 11. nóvember
- Innrás Rússa í Úkraínu: Úkraínskar hersveitir endurheimtu borgina Kherson í suðurhluta landsins.
- Rafmyntamiðlarinn FTX lýsti sig gjaldþrota.
- 15. nóvember
- Áætlaður íbúafjöldi jarðarinnar náði 8 milljörðum.
- Leiðtogafundur G20-ríkjanna hófst á Balí.
- 16. nóvember - Artemis 1: NASA sendi ómannað geimfar á braut um tunglið til að prófa nýtt geimskotakerfi fyrir mönnuð geimför, Space Launch System.
- 19. nóvember - Ekkert kosningabandalag náði meirihluta í þingkosningum í Malasíu í fyrsta skipti í sögu landsins.
- 20. nóvember – HM í knattspyrnu karla hófst í Katar.
- 21. nóvember - Yfir 600 létust þegar jarðskjálfti reið yfir á Jövu í Indónesíu.
- 27. nóvember – Gos hófst í Mauna Loa á Havaí.
- 29. nóvember - Yfir 100 létust í árás vopnaðra hópa á bæinn Kishishe í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.
- 30. nóvember - Gervigreindinni ChatGPT var hleypt af stokkunum af bandarísku rannsóknarstofnuninni OpenAI.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 2. desember - Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti fyrir kynferðislega áreitni.
- 5. desember - Vísindamönnum við Lawrence Livermore-rannsóknarstöðina í Kaliforníu tókst að framleiða umframorku með kjarnasamruna.
- 7. desember – Pedro Castillo, forseti Perú, var leystur úr embætti af þingi landsins og handtekinn eftir misheppnaða tilraun til að leysa upp þingið. Dina Boluarte tók við sem forseti. Í kjölfarið brutust út óeirðir þar sem stuðningsmenn og andstæðingar forsetans fyrrverandi tókust á.
- 14. desember - Fimm simpansar flúðu frá sænska dýragarðinum Furuviksparken. Fjórir þeirra voru skotnir til bana og einn særður lífshættulega.
- 17. desember - Leo Varadkar varð forsætisráðherra Írlands.
- 18. desember - Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu vann sinn þriðja heimsmeistaratitil á HM í knattspyrnu karla í Katar.
- 19. desember - Á þingi Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni 2022 var samþykkt að yfir þriðjungur yfirborðs jarðar yrði náttúruverndarsvæði fyrir árið 2030.
- 21.-26. desember - Stórhríð gekk yfir Kanada og Bandaríkin með þeim afleiðingum að yfir 90 fórust.
- 22. desember - Aksel V. Johannesen varð lögmaður Færeyja eftir að flokkur hans, Jafnaðarflokkurinn hafði unnið sigur í þingkosningum.
- 24. desember - Sitiveni Rabuka var kjörinn forsætisráðherra Fídjí.
- 29. desember - Handknattleiksmaðurinn Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska landsliðsins, var kjörinn íþróttamaður ársins.
- 31. desember - Síðasta prentútgáfa danska dagblaðsins B.T. kom út.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 6. janúar – Sidney Poitier, bahamísk-bandarískur leikari (f. 1927).
- 9. janúar – Bob Saget, bandarískur leikari (f. 1956).
- 11. janúar - Örn Steinsen, íslenskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. 1940)
- 16. janúar – Ibrahim Boubacar Keïta, fyrrum forseti Malí (f. 1945).
- 20. janúar – Meat Loaf, tónlistarmaður og leikari (f. 1947).
- 22. febrúar - Mark Lanegan, bandarískur tónlistarmaður (f. 1964)
- 5. mars – Adda Bára Sigfúsdóttir, íslenskur veðurfræðingur og stjórnmálakona (f. 1926).
- 23. mars – Guðrún Helgadóttir, íslenskur rithöfundur og stjórnmálakona (f. 1935).
- 23. mars – Madeleine Albright, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna (f. 1937).
- 25. mars – Taylor Hawkins, bandarískur tónlistarmaður (f. 1972).
- 5. apríl – Bjarni Tryggvason, kanadískur geimfari (f. 1945).
- 6. apríl – Vladímír Zhírínovskíj, rússneskur stjórnmálamaður (f. 1946).
- 12. apríl – Gilbert Gottfried, bandarískur gamanleikari (f. 1955).
- 22. apríl - Leifur Hauksson, íslenskur útvarpsmaður (f. 1951).
- 10. maí – Leoníd Kravtsjúk, fyrsti forseti Úkraínu (f. 1934).
- 11. maí – Shireen Abu Akleh, palestínsk blaðakona (f. 1971).
- 18. júní – Uffe Ellemann-Jensen, danskur stjórnmálamaður (f. 1941).
- 1. júlí – Árni Gunnarsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1940).
- 1. júlí – Örn Steinsen, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1940).
- 6. júlí – James Caan, bandarískur leikari (f. 1940).
- 8. júlí – Shinzō Abe, fyrrum forsætisráðherra Japans (f. 1954).
- 25. júlí – David Trimble, norður-írskur stjórnmálamaður og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1944).
- 8. ágúst – Olivia Newton-John, áströlsk söng- og leikkona (f. 1948).
- 8. ágúst – Eiríkur Guðmundsson, íslenskur útvarpsmaður og rithöfundur (f. 1969).
- 12. ágúst – Þuríður Pálsdóttir, íslensk óperusöngkona (f. 1927).
- 17. ágúst – Ingvar Gíslason, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1926).
- 30. ágúst – Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna (f. 1931).
- 8. september – Elísabet 2. Bretadrottning (f. 1926).
- 13. september - Jean-Luc Godard, franskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1930).
- 17. september - Hrafn Jökulsson, íslenskur rithöfundur (f. 1965).
- 29. september - Svavar Pétur Eysteinsson, íslenskur tónlistarmaður (f. 1977).
- 28. október – Jerry Lee Lewis, bandarískur rokksöngvari (f. 1935).
- 30. nóvember – Jiang Zemin, fyrrum forseti Kína (f. 1926).
- 29. desember - Pelé, brasilískur knattspyrnumaður (f. 1940).
- 29. desember - Vivienne Westwood, enskur fatahönnuður (f. 1941).
- 31. desember - Benedikt 16. páfi (f. 1927)
Nóbelsverðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- Bókmenntir: Annie Ernaux
- Efnafræði: Carolyn R. Bertozzi, Morten Meldal og K. Barry Sharpless
- Eðlisfræði: Alain Aspect, John Clauser og Anton Zeilinger
- Friðarverðlaun: Ales Bjaljatskí, Memorial og Miðstöð borgaralegs frelsis
- Hagfræði: Ben Bernanke, Douglas Diamond og Philip Dybvig
- Lífeðlis- og læknisfræði: Svante Pääbo