BenediktAron

BenediktAron

„Paul Blart: Mall Cop“ er vanmetin.

Favorite films

  • The Shining
  • Blade Runner 2049
  • The Thing
  • Ocean's Eleven

Recent activity

All
  • I, Daniel Blake

    ★★★★

  • The Square

    ★★½

  • Beautiful Beings

    ★★★

  • Dheepan

    ★★★★

Recent reviews

More
  • The Square

    The Square

    ★★½

    Mér þykir leitt að segja að ég var ekki sérstaklega hrifin af „The Square“. Hún var flott á köflum, en söguþráðurinn heillaði mig bara ekki neitt. Það er frábær mynd einhverstaðar í þessu handriti, en það virðist eins og allir litlu söguþræðirnir enda á ófullnægjandi hátt.

    Ruben Östlund er augljóslega hæfileikaríkur leikstjóri; senan í stigaganginum er meira spennandi en flestar hundrað miljón dollara Hollywood hasarmyndir. Ég væri gjarnan til að sjá hann leikstýra sögu sem einhver annar skrifaði fyrir hann.…

  • Beautiful Beings

    Beautiful Beings

    ★★★

    Betri en ég bjóst við, en ekki frábær. Ég er ekki mjög hrifin af svokölluðum „unglingamyndum“, en Berdreymi tókst að vera frekar frumleg. Almennt fjalla unglingamyndir um strák eða stelpu sem eignast „vandræða“ vini sem skemma lífið þeirra, eða um þunglyndan ungling sem eignast góða vini/kærustu, sem bjargar lífi þeirra. Berdreymi er eiginlega bæði samtímis, sem mér finnst frekar svalt.

    Myndin lítur mjög vel út. Skemmtileg tilbreyting að sjá litríka Íslenska kvikmynd sem gerist í þéttbýli. Það er eins og…

Popular reviews

More
  • Another Round

    Another Round

    ★★★★

    Gefur skemmtilegt innsæi í danska drykkjumenningu. Myndin tekst að sýna bæði jákvæðu og neikvæðu hliðarnar af áfengisneyslu.

    Sem bindindismaður hef ég séð margt drukkið fólk og ég get sagt að ég hef aldrei séð leikara svona góða að þykjast vera fullir.

  • Fatman

    Fatman

    ★★★½

    Ofdekraður krakki ræður leigumorðingja til að drepa jólasveininn; hvernig er ekki hægt að elska þessa mynd? Það er erfit að viðurkenna að Mel Gibson sé svona góður leikari þrátt fyrir að vera bullandi rasisti.

    Stíllinn minnir mig á Coen-bræðra mynd, augljóslega smá Fargo innblástur hérna. Alvarleg og fyndin á sama tíma, flottar staðsetningar og ágætlega leikstýrð. Mæli með.

Following

6