Þegar ég fór á þessa mynd í bíó bjóst ég við einhverri hardcore hryllingsmynd en þetta var alls ekki þannig. Þessi mynd er eitt af þeim fáránlegustu hryllingsmyndum sem ég hef séð og ekki á slæman hátt. Myndin byrjaði vel og var smá scary en því lengur sem ég horfði því meira breyttist þessi mynd í gamanmynd. Mér finnst hún samt ekki léleg, mér finnst hún vera nokkuð fyndinn, dauðarnir voru ýktir og mjög blóðugir og hún var ágætt leikin. Annars kom mér þessi mynd á óvart á skemmtilegan hátt.
Favorite films
Recent activity
AllRecent reviews
More-
-
Captain America: Brave New World 2025
Þessi mynd var allt í lagi. Mér finnst bardagasenurnar flottar og nýji Captain America er nokkuð góður. Leikararnir leika hlutverkin líka vel. Stærsta vandamálið við myndina er sagan og vondi karlinn. Mér finnst vondi karlinn frekar lélegur og breytti pínulitlu í sögunni finnst mér. Svo er sagan ekkert sérstök, mér finnst einhvern veginn allt vera gerast og ekkert vera að gerast á sama tíma og það er ekki sérstakleg góður hlutur. Mér finnst samt kúl hvernig þeir blönduðu smá pólitík inni í þennan heim en þeir hefðu mátt gera það aðeins betur. Annars er þetta enn önnur MCU mynd sem er bara allt í lagi.
Translated from by
Popular reviews
More-
Princess Mononoke 1997
Myndin var mjög góð og það er gaman að sjá hvernig Japanir gera fantasíu. Hreyfimyndin var mjög góð og sagan var einföld en þeim tókst að gera hana áhugaverða. Talið í myndinni var líka minna dramatískt en venjulega í Japönskum myndum. Persónurnar voru ekki bestu í heimi en samskiptin á milli þeirra bjargar því. Annars sýnir þessi mynd hversu geggjað Studio Ghibli er.
Translated from by -
The Apprentice 2024
Myndin var mjög fín og sýnir hún mjög ljóta en áhugaverða byrjun í fasteiganbransanum í New York fyrir þennan umdeilda mann. Sebastian Stan leikur Donald Trump mjög vel og Jeremy Strong leikur Roy Cohn lögmann Trumps mjög vel líka. Myndin nær alveg 70s-80s New York fílingum og myndavélaskotin eru svipuð Office sem mér finnst kúl. Ég elska líka hvernig ramminn á myndinni er. Hann er minni en í öðrum myndum og tekst myndinni að standa upp úr með því. Annars er þetta mjög fín mynd þó að þú elskar manninn eða hatar hann er þetta áhugaverð hlið á honum.
Translated from by