Mér finnst þessir þættir vera rosalega góðir. Þættirnir voru teknir upp vel (í einu skoti sem er bara ótrúlegt) og vel leiknir og var sagan góð en nokkuð sorgleg líka. Mér finnst þetta mikilvægir þættir aðallega fyrir stráka, bara svo maður passi sig á hvaða efni maður horfir á á Internetinu.
Favorite films
Recent activity
AllRecent reviews
More-
-
Flow 2024
Þessi mynd kom mér mjög á óvart. Hún var mjög áhugaverð og listræn. Góð saga og mér finnst ótrúlegt hvernig þeim tókst að gera svona góðar persónur út frá dýrum sem tala ekki. Ég elska líka stílinn á myndinni og mér finnst rosalega áhugavert hvernig þeim tókst að gera alla myndina í Blender forritinu. Annars finnst mér þessi mynd mjög góð og ég skil alveg af hverju hún vann Óskar.
Translated from by
Popular reviews
More-
Princess Mononoke 1997
Myndin var mjög góð og það er gaman að sjá hvernig Japanir gera fantasíu. Hreyfimyndin var mjög góð og sagan var einföld en þeim tókst að gera hana áhugaverða. Talið í myndinni var líka minna dramatískt en venjulega í Japönskum myndum. Persónurnar voru ekki bestu í heimi en samskiptin á milli þeirra bjargar því. Annars sýnir þessi mynd hversu geggjað Studio Ghibli er.
Translated from by -
The Apprentice 2024
Myndin var mjög fín og sýnir hún mjög ljóta en áhugaverða byrjun í fasteiganbransanum í New York fyrir þennan umdeilda mann. Sebastian Stan leikur Donald Trump mjög vel og Jeremy Strong leikur Roy Cohn lögmann Trumps mjög vel líka. Myndin nær alveg 70s-80s New York fílingum og myndavélaskotin eru svipuð Office sem mér finnst kúl. Ég elska líka hvernig ramminn á myndinni er. Hann er minni en í öðrum myndum og tekst myndinni að standa upp úr með því. Annars er þetta mjög fín mynd þó að þú elskar manninn eða hatar hann er þetta áhugaverð hlið á honum.
Translated from by